Audi A3 Sedan fær Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 16:15 Audi A3 Sedan. Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður
Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður