Audi A3 Sedan fær Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 16:15 Audi A3 Sedan. Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Nýr A3 Sedan hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. Audi A3 Sedan hafnaði í efsta sæti í „miðflokki“. Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi. Þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Engin önnur tegund hefur fengið fleiri verðlaun. Nýi Audi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki „premium“-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent