Er Nissan GT-R Nismo 2,0 sek. í 100? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 15:35 Nissan GT-R Nismo Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður
Heyrst hefur að hinn 595 hestafla Nissan GT-R Nismo, sem Nissan vinnur nú að, sé ekki nema sléttar 2 sekúndur í hundraðið. Það er fáheyrt og þótt ótrúlegt megi virðast mun betri tími en bæði McLaren P1 og Porsche 918 Spyder bílarnir nýju ná. Hann slær þó ekki við tíma Porsche 918 Spyder á Nürburgring brautinni, en hann á að hafa verið mældur á 7:08 mínútum en 918 bílinn á enn besta tímann sem þar hefur verið náðst, eða 6:57 mínútur. Nissan GT-R Nismo hefur farið í gegnum heilmikla megrun og lést um 65 kíló og hjálpar það verulega til við þennan góða árangur. Verð á nýjum Nissan GT-R á að verða eitthvað undir 200.000 dollurum, eða um 24 milljónir króna. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles í byrjun næsta árs.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður