Kubica byrjar á skelli í rallinu Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2013 11:38 Citroën bíll Kubica á þakinu eftir veltuna. Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Þó maður kunni að aka Formúlu 1 bílum er ekki þar með sagt að það eigi einnig við rallýbíla. Það hefur Robert Kubica reynt á eigin skinni, en hann tók þátt í fyrsta sinn í rallkeppni heimsbikarsins á föstudaginn. Ekki endaði vel fyrir Kubica því hann hvolfdi Citroën bíl sínum í keppninni og endaði þannig þátttöku sína. Hvorki hann né aðstoðarökumaður hans meiddust í veltunni, sem sjá má í myndskeiðinu. Keppnin fór fram í Wales á Bretlandseyjum. Kubica keppir nú fyrir Abu Dahbi Citroën Total liðið og ætlar sér stóra hluti á keppnisárinu þó stigasöfnun verði aðeins að bíða. Kubica viðurkenndi eftir keppnina að hann ætti margt ólært í rallakstri hinna bestu. Kubica var í sjöunda sæti eftir fyrsta dag keppninnar, en hvolfdi bílnum á öðrum degi. Kubica er þó enginn aukvisi í rallakstri því hann vann WRC2 rallaksturskeppnina síðast og full ástæða fyrir hann að reyna sig meðal þeirra bestu í WRC.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent