Audi flýgur 70 metra yfir landamæri Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2013 08:45 Ekki sérlega fagur Audi eftir flugferðina. Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins. Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent
Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins.
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent