Innlent

Danadrottning á Bessastöðum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Margrét Þórhildur Danadrottning og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skemmtu sér vel við hátíðarhöldin.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Margrét Þórhildur Danadrottning og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skemmtu sér vel við hátíðarhöldin. Mynd/Valgarður
Margrét Þórhildur II Danadrottning er á Íslandi í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara.

Í kvöld snæddi hún hátíðarkvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum.

Meðal gesta voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Siguður Líndal lagaprófessor og Arnaldur Indriðason rithöfundur.

Boðið var upp á grænmeti borið fram með reyktum áli og fylltu eggi í forrétt. Í aðalrétt var sunnlenskur lax með íslensku rótargrænmeti og í eftirrétt var súkkulaðikaka með jarðaberjum.

Í ræðu Ólafs Ragnars kom fram að Þórhildur drottning er sá þjóðhöfðingi erlendur sem oftast hefur setið til borðs á Bessastöðum, sem hann sagði í senn skemmtilega sönnun á einstakri vináttu þjóðanna og um leið vitnisburð um að enn séu þær að bæta nýjum köflum við söguna.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Margrét Þórhildur Danadrottning og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skemmtu sér vel við hátíðarhöldin.Mynd/Valli
Sigurður Líndal lagaprófessor var meðal gesta Ólafs Ragnars á hátíðarkvöldverðinum.Mynd/Valli
Arnarldur Indriðason rithöfundur átti góða kvöldstund með Margréti Þórhildi Danadrottningu yfir hátíðarkvöldverði.Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×