Forseti Íslands

„Ég er mannleg“
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum.

Reiknar með að sækja útför Frans páfa
Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands.

Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg
Ástæðan fyrir því að Halla Tómasdóttir forseti Íslands notaði enska mynd nafns páfa var einfaldlega sú að hún ætlaði að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni.

Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn
„Stóri plokkdagurinn“ verður haldinn um land allt næstkomandi sunnudag. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun setja daginn við Sorpu í Breiðholti klukkan 10:00 og hafa öll verið hvött til að koma og taka þátt í opnunarviðburðinum, sérstaklega íbúar í Breiðholti.

Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra?
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps.

Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“
Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni.

Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna.

Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna
Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn.

Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum
Skrifstofa forseta Íslands segir afgreiðslu á beiðnum fréttastofu RÚV um upplýsingar um dagskrá forsetans ekki hafa verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frekari skoðunar á málinu í ljósi viðurkenningar skrifstofunnar á mistökum.

Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku
„Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs.

Svona var fjögurra rétta matseðillinn
Lagt var á borð fyrir 196 manns í hátíðarkvöldverði til heiðurs Hollu Tómasdóttur, forseta Íslands, í norsku konungshöllinni í gærkvöldi.

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs
Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn.

Forsetahjónin á leið til Noregs
Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð.

Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu
Sextán ungir skátar voru sæmdir forsetamerkinu á Bessastöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi en hún veitti forsetamerkið í fyrsta sinn í dag.

Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann
Alþingismenn og áhrifavaldar tóku þátt í kærleikshringjum í Iðnó með það að markmiði að eiga samtal um samfélagið og hvað sé hægt að gera til að auka samkennd og hafa áhrif til góðs. Verkefninu var ýtt úr vör í kjölfar andláts Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínun eftir stunguárás á menningarnótt í fyrra.

Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu
Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn.

Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi
Tveir ríkisráðsfundir munu fara fram á Bessastöðum í dag. Fyrirhugað er að fyrri fundurinn muni hefjast klukkan 15 en sá síðari fimmtán mínútum síðar.

Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr
Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum.

Tveir ríkisráðsfundir á morgun
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun, sunnudaginn 23. mars. Sá fyrri verður klukkan 15:00 en sá síðari klukkan 15:15.

Aðeins um undirskriftir
Einu sinni gerði dómari athugasemd við lögregluskýrslu sem að ég skrifaði, af því hann gat ekki lesið undirskriftina mína.

Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru viðtöku á málþingi á Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13:00 þar sem yfirskriftin er: Kærleikur og samkennd– mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Málþingið má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á leið til Noregs og Svíþjóðar
Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum.

Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“
Þingmaður Samfylkingarinnar veltir því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi skrifað undir „Gmmtnnnnm“ í opinberum störfum sínum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins um undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.

Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar
Rektor Háskóla Íslands hefur ákveðið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs, að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verði prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar við háskólann.

Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, mættu í morgun til Hafnar í Hornafirði í sína fyrstu opinbera heimsókn innanlands frá því að Halla tók við embætti forseta í sumar.

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum
Sindri Sindrason skellti sér í heimsókn til forseta Íslands í Heimsóknarþætti gærkvöldsins á Stöð 2.

Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds
Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds.

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.