Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 14:30 Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira