Kaupir einn þýsku bílaframleiðendanna Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 13:15 Porsche 918 að setja hraðamet á Nürburgring. Fyrir ríflega einu ári varð rekstraraðili Nürburgring akstursbrautarinnar gjaldþrota með himinháar skuldir á bakinu. Þrátt fyrir það hefur brautin verið opin síðan, en þýska ríkið er stærsti kröfuhafi og núverandi eigandi brautarinnar. Margir hafa boðið í brautina síðan, en enginn þeirra hugnast eigandanum. Það gæti verið að breytast, en einhver af stóru bílaframleiðendunum í Þýskalandi hefur gert tilboð. Þar gæti verið um að ræða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, BMW eða Volkswagen Group. Þessi fyrirtæki nota Nürburgring brautina mikið við prófanir á bílum sínum og því er þeim öllum í mun að brautinni verði ekki lokað. Ef að kaupum verður, væri það ekki í fyrsta skipti sem keppnisbrautir eru í eigu bílaframleiðenda. Honda á t.d. Suzuka og Motegi brautirnar, Toyota á Fuji brautina, Ferrari á Mugello brautina og Porsche á Nardo brautina, en þær tvær síðastnefndu eru á Ítalíu. Auk þýsku bílaframleiðendanna þriggja hafa heyrst raddir þess efnis að ADAC, samtök bíleigenda í Þýskalandi, hafi gert tilboð í Nürburgring brautina. Umfram allt er tilvist Nürburgring brautarinnar vonandi tryggð og hún væri örugglega í öruggum höndum hjá öllum þessum aðilum. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Fyrir ríflega einu ári varð rekstraraðili Nürburgring akstursbrautarinnar gjaldþrota með himinháar skuldir á bakinu. Þrátt fyrir það hefur brautin verið opin síðan, en þýska ríkið er stærsti kröfuhafi og núverandi eigandi brautarinnar. Margir hafa boðið í brautina síðan, en enginn þeirra hugnast eigandanum. Það gæti verið að breytast, en einhver af stóru bílaframleiðendunum í Þýskalandi hefur gert tilboð. Þar gæti verið um að ræða Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, BMW eða Volkswagen Group. Þessi fyrirtæki nota Nürburgring brautina mikið við prófanir á bílum sínum og því er þeim öllum í mun að brautinni verði ekki lokað. Ef að kaupum verður, væri það ekki í fyrsta skipti sem keppnisbrautir eru í eigu bílaframleiðenda. Honda á t.d. Suzuka og Motegi brautirnar, Toyota á Fuji brautina, Ferrari á Mugello brautina og Porsche á Nardo brautina, en þær tvær síðastnefndu eru á Ítalíu. Auk þýsku bílaframleiðendanna þriggja hafa heyrst raddir þess efnis að ADAC, samtök bíleigenda í Þýskalandi, hafi gert tilboð í Nürburgring brautina. Umfram allt er tilvist Nürburgring brautarinnar vonandi tryggð og hún væri örugglega í öruggum höndum hjá öllum þessum aðilum.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent