Fimmtungur myndi hætta að keyra Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 13:15 Sjálfkeyrandi Nissan Leaf Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur. Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent
Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur.
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent