Ford Escape innkallaður í sjöunda sinn Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 11:45 Ford Escape árgerð 2013. Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Líklega á jepplingurinn Ford Escape metið er kemur að innköllunum vegna bilana, en í vikunni voru allir Escape bílar af árgerð 2013 innkallaðir vegna eldhættu. Er innköllunin sú sjöunda á Escape bílum og fimm þeirra eru vegna eldhættu. Ford innkallar þá vegna þess að eldsneytisleiðslur í sumum þeirra voru ekki rétt lagðar og í öðrum vegna yfirhitnunar í vél . Þessar bilanir hafa orsakað bruna í 13 bílum fram að þessu og Ford því ekki stætt á öðru en innkalla bílana til viðgerða. Bilanirnar hafa þó ekki orðið til slysa. Ford Escape er næst söluhæsti bíll Ford í Bandaríkjunum á eftir F-150 pallbílnum. Sala Escape hefur vaxið þar um 14% á þessu ári og alls hafa 250.543 bílar selst fram að lokum október. Innkallanir á bílnum hafa ekki enn orðið til að minnka sölu á honum.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent