Fórnaði eista fyrir Nissan 370Z Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2013 10:46 Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent
Líffæragjafir í þágu vísindanna eiga sér oftast stað eftir lát gefendanna, en ekki í tilviki Mark Parisi. Hann hefur nú fórnað öðru eista sínu í þágu þeirra en fékk að auki 35.000 dollara og gervieista í stað þess náttúrulega. Peningana hefur hann hugsað sér að nýta til kaupa á Nissan 370Z sportbíl. Það svo til dugar fyrir kaupum á nýjum slíkum bíl, en hann kostar 36.000 dollara í heimalandi hins „gjafmilda“ Parisi, Bandaríkjunum. Þar sem sala líffæra er í raun ólögleg í Bandaríkjunum orðar Parisi það þannig að féð sé framlag fyrir þann tíma sem hann fórnaði vegna gjafarinnar. Öllu má nafn gefa! Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Parisi ræða um gjöf sína í sjónvarpsþættinum The Doctors.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent