Sport

María náði bestum árangri Íslendinga á svigmótum í Geilo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands
María Guðmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á tveimur svigmótum í Geilo í Noregi síðustu daga en stór hluti landsliðs alpagreina og hluti af unglingaliðinu tóku þátt í mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Íslenska alpalandsliðið er að undirbúa sig og vinna í því að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi sem fara fram í upphafi næsta árs.

María Guðmundsdóttir varð í 5. sæti á fyrra mótinu og í 6. sæti á því síðara. Helga María Vilhjálmsdóttir bætti sig um þrjú sæti milli móta, varð í 12. sæti á fyrra mótinu og í níunda sæti á því síðara.

Freydís Halla Einarsdóttir bætti sig um níu sæti, fór úr því 26. á fyrra mótinu upp í það 17. á því síðara. Hún fékk 49.46 FIS punkta sem gríðarleg bæting en Freydís Halla hafði fyrir þetta mót 63.79 FIS punkta á lista.

Erla Ásgeirsdóttir varð í 25. og 18. sæti á mótunum. fékk 49.65 FIS punkta fyrir seinna mótið sem er einnig góð bæting en Erla hafði 55.70 FIS punkta fyrir þetta mót.

Einar Kristinn Kristgeirsson varð fremstur af íslensku körlunum á seinna mótinu þegar hann náði fjórtánda sætinu en Magnús Finnsson endaði í 25.sæti og Arnar Geir Ísaksson varð í 39. sæti. Magnús náði 24. sætinu á fyrra mótinu en Einar Kristinn Kristgeirsson og Arnar Geir Ísaksson náðu þá ekki að klára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×