Sport

Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu EOC

Óskar Ófeigur Jónsson. skrifar
Ólafur E. Rafnsson.
Ólafur E. Rafnsson. Mynd/Valli
Ólafur E. Rafnsson var í dag heiðraður með æðstu viðurkenningu European Olympic Committiees (EOC), Order Of Merit Award, á ársþingi samtakanna sem fram fer í Róm. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.

Eiginkona Ólafs heitins, Gerður Guðjónsdóttir, ásamt börnum þeirra Auði, Sigurði og Sigrúnu, tók á móti viðurkenningunni frá Patrick Hickey forseta EOC.

Varaforseti EOC, Alexander Koslovski flutti ávarp þar sem hann fór stuttlega yfir feril Ólafs innan íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar í máli og myndum.  

"Gerður flutti síðan þakkarávarp fyrir hönd fjölskyldunnar. Í virðingarskyni risu allir úr sætum á meðan afhendingarathöfnin fór fram og ljóst að allir viðstaddir voru djúpt snortnir. Ólafur naut mikillar virðingar innan ólympíuhreyfingarinnar. Minning hans lifir," segir í frétt á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.

Um síðustu helgi gerði stjórn FIBA Europe Ólaf að heiðursfélaga FIBA Europe. Miguel Cardenal Carro, íþróttamálaráðherra Spánar sótti fundinn og ávarpaði. Hann minntist sérstaklega á Ólaf Rafnsson og vottaði FIBA Europe og fjölskyldu hans samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×