Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 19-19 | Jafntefli í háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 15:45 Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira