Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-24 | Haukar á toppinn Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 00:01 Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira