Mazda3 hlýtur nýsköpunarverðlaun Motor Press Guild Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2013 15:30 Mazda3 Nýr Mazda3, sem frumsýndur var hjá Brimborg í byrjun mánaðar, hlaut í gær nýsköpunarverðlaun Motor Press Guild, sem eru stærstu samtök bílablaðamanna í Bandaríkjunum. Dómnefndin var skipuð bæði bílablaðamönnum og sérfræðingum og voru afhent verðlaun í tveimur flokkum. Mazda3 hlaut verðlaun í undir 29.000 dollara flokknum og Chevrolet Corvette Stingray í flokknum yfir 29.000 dollara. Við val á bílunum var tekið mið af aksturseiginleikum, verði, hönnun og tækni. Þess má geta að Mazda3 er einnig í forvalinu fyrir Bíl ársins í Bandaríkjunum (North American Car of the Year) en úrslit verða tilkynnt í janúar. SKYACTIV spartæknin á stóran þátt í þessum verðlaunum en SKYACTIV er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og ekki síður til nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið sem veitir hönnuðum Mazda svigrúm til að minnka þyngd. Nýju SKYACTIV vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppuhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneytinu. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent
Nýr Mazda3, sem frumsýndur var hjá Brimborg í byrjun mánaðar, hlaut í gær nýsköpunarverðlaun Motor Press Guild, sem eru stærstu samtök bílablaðamanna í Bandaríkjunum. Dómnefndin var skipuð bæði bílablaðamönnum og sérfræðingum og voru afhent verðlaun í tveimur flokkum. Mazda3 hlaut verðlaun í undir 29.000 dollara flokknum og Chevrolet Corvette Stingray í flokknum yfir 29.000 dollara. Við val á bílunum var tekið mið af aksturseiginleikum, verði, hönnun og tækni. Þess má geta að Mazda3 er einnig í forvalinu fyrir Bíl ársins í Bandaríkjunum (North American Car of the Year) en úrslit verða tilkynnt í janúar. SKYACTIV spartæknin á stóran þátt í þessum verðlaunum en SKYACTIV er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og ekki síður til nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið sem veitir hönnuðum Mazda svigrúm til að minnka þyngd. Nýju SKYACTIV vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppuhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneytinu.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent