Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. desember 2013 21:14 Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. mynd/GVA Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings. Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð. Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn. Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri. Stokkseyrarmálið Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings. Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð. Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn. Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira