Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 27-21 | HK á hraðleið niður um deild Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 5. desember 2013 16:31 HK er í verulega vondum málum í Olís-deild karla eftir enn eitt tapið. Að þessu sinni gegn næstneðsta liði deildarinnar, Akureyri. Leikurinn fór fjörlega af stað þegar Sigþór Heimisson spólaði sig í gegnum vörn HK og var þarna á ferð viss fyrirboði varðandi það hvað fyrri hálfleikurinn var að fara að bjóða upp á. Gestirnir virkuðu einfaldlega þungir og ekki tilbúnir á meðan heimamenn voru þéttir varnarlega og léttir á fæti í sóknarleiknum. Vörn Akureyrar kom vel út á móti sóknarmönnum HK sem virtust ekki eiga nein svör og fyrir aftan vörnina stóð Jovan Kukobat fyrir sínu. Rétt fyrir hálfleik komust svo heimamenn í níu marka forustu þegar Sigþór Heimisson skoraði sitt fjórða mark en Eyþór Már Magnússon náði að minnka muninn fyrir gestina. Stuttu seinna var flautað til hálfleiks og staðan 15-7. Hálfleiksræða þjálfara HK virðist hafa virkað en þeir mættu mun grimmari til leiks á meðan lið Akureyrar var lengi í gang. Þegar um átján mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoraði Jóhann reynir Gunnlaugsson mark fyrir gestina og munurinn kominn niður í fjögur mörk. Nær komust gestirnir þó ekki í þessum leik, þrátt fyrir ágætis tilraun í seinni hálfleiknum þá var þetta einfaldlega of lítið og of seint. Hjá heimamönnum var Valþór Guðrúnarson markahæstur með tíu mörk en hann skoraði átta af þeim í fyrri hálfleiknum þar sem hann fór gjörsamlega á kostum. Jóhann reynir Gunnlaugsson leiddi sóknarleik HK lengst af en með ágætis endasprett náði Atli Karl Bachmann einnig að skora fimm mörk fyrir HK. Það var þó Helgi Hlynsson sem var besti maður HK í dag en hann stóð fyrir sínu í markinu og varði þrettán bolta en Jovan Kukobat gerði þó betur hinumegin og varði fjórtán. Sanngjarn sigur hjá heimamönnum sem nánast náðu að afgreiða leikinn í fyrri hálfleik.Heimir Örn: Ungu strákarnir frábærir „Þetta var nánast skammarleg frammistaða í seinni hálfleiknum,“ sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir leik þegar hann var spurður út í það hvort að liðið náði að klára leikinn í fyrri hálfleiknum. „Það munaði litlu að þeir komust almennilega inn í leikinn, komust alveg niður í fjögur en fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur.“ Gunnar Þórsson var sérstaklega öflugur varnarlega í fyrri hálfleiknum „Já, hann er ungur og er að læra en þetta var frábær fyrri hálfleikur hjá honum. Þegar hann nær að gíra sig svona í það að vera mátulega klikkaður þá er hann alveg frábær þarna fyrir framan. Annars er ég mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, frábærir ungu strákarnir. Bjarni meiddist hjá okkur í gær og Þrándur er tæpur þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en þetta nægði.“ Núna er stutt í næsta leik gegn sama liði „Þetta er sérstakt en ég hef lent í þessu oft áður, man t.d. eftir svona leikjum við FH fyrir ekki svo löngu en þá byrjuðum við á bikarleik. En það þarf bara að gíra sig aftur upp eftir einhverja þrjá daga. Við höfum harm að hefna í þessari bikarkeppni og stefnum lengra en í 16 liða, skuldum fólkinu það.“ Þú vilt væntanlega hafa aðeins betri stemmingu í húsinu í bikarleiknum? „Ég er alveg ágætlega ánægður með mætinguna og sérstaklega ef við berum okkur saman við liðin fyrir sunnan. Akureyri er fræg fyrir það að árangur skilar mætingu og það myndast alltaf stemming þegar liðið fer að vinna. “Samúel Ívar: Seinni hálfleikurinn var í lagi „Fyrri hálfleikurinn var alveg skelfilega lélegur,“ sagði Samúel Ívar Árnason þjálfari HK eftir leik. „Það var verst hvernig við komum inn í leikinn. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem mér finnst við ekki koma rétt stemmdir inn í leikinn og erum að berja illa frá okkur þegar á móti blæs. Ég hélt að við værum búnir með þetta en þetta var eitt skref afturábak fyrir okkur. Seinni hálfleikurinn var alveg allt í lagi og menn sýndu það að þeir voru ekki komnir til að gera algjörlega í brók en við vorum búnir að tapa leiknum nánast í hálfleik. Það geta allir spilað vel þegar engin er pressan en menn þurfa að fara að vaxa upp í það að spila betur þegar pressan er á þeim.“ Þessi framliggjandi vörn með Gunnar Þórsson fyrir miðju reyndist ykkur erfið „Já, við vorum svolítið staðir í sóknarleiknum og vorum að bíða eftir boltanum. Hann er æstur, klár í slagsmálin og má eiga það að hann gerði það vel. Mér þótti samt nokkuð ótrúlegt að hann náði að hanga inná allan leikinn þar sem hann var oft í besta falli á hliðinni á mönnum eða aftaná mönnum en það er bara mitt mat. Fyrri hálfleikurinn var bara skelfilega slakur hjá okkur, sérstaklega sóknarlega en varnarlega einnig.“ Núna er stutt í næsta leik gegn sama liði, þú gerir væntanlega ráð fyrir að þínir menn svari fyrir sig? „Já, annað kæmi mér verulega á óvart. Ef að það er ekki raunin þá erum við bara ekki á réttum stað í að velja okkur íþrótt. Fyrri hálfleikurinn var algjör skömm og ég býst fastlega við því að menn mæti og svari fyrir sig.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
HK er í verulega vondum málum í Olís-deild karla eftir enn eitt tapið. Að þessu sinni gegn næstneðsta liði deildarinnar, Akureyri. Leikurinn fór fjörlega af stað þegar Sigþór Heimisson spólaði sig í gegnum vörn HK og var þarna á ferð viss fyrirboði varðandi það hvað fyrri hálfleikurinn var að fara að bjóða upp á. Gestirnir virkuðu einfaldlega þungir og ekki tilbúnir á meðan heimamenn voru þéttir varnarlega og léttir á fæti í sóknarleiknum. Vörn Akureyrar kom vel út á móti sóknarmönnum HK sem virtust ekki eiga nein svör og fyrir aftan vörnina stóð Jovan Kukobat fyrir sínu. Rétt fyrir hálfleik komust svo heimamenn í níu marka forustu þegar Sigþór Heimisson skoraði sitt fjórða mark en Eyþór Már Magnússon náði að minnka muninn fyrir gestina. Stuttu seinna var flautað til hálfleiks og staðan 15-7. Hálfleiksræða þjálfara HK virðist hafa virkað en þeir mættu mun grimmari til leiks á meðan lið Akureyrar var lengi í gang. Þegar um átján mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoraði Jóhann reynir Gunnlaugsson mark fyrir gestina og munurinn kominn niður í fjögur mörk. Nær komust gestirnir þó ekki í þessum leik, þrátt fyrir ágætis tilraun í seinni hálfleiknum þá var þetta einfaldlega of lítið og of seint. Hjá heimamönnum var Valþór Guðrúnarson markahæstur með tíu mörk en hann skoraði átta af þeim í fyrri hálfleiknum þar sem hann fór gjörsamlega á kostum. Jóhann reynir Gunnlaugsson leiddi sóknarleik HK lengst af en með ágætis endasprett náði Atli Karl Bachmann einnig að skora fimm mörk fyrir HK. Það var þó Helgi Hlynsson sem var besti maður HK í dag en hann stóð fyrir sínu í markinu og varði þrettán bolta en Jovan Kukobat gerði þó betur hinumegin og varði fjórtán. Sanngjarn sigur hjá heimamönnum sem nánast náðu að afgreiða leikinn í fyrri hálfleik.Heimir Örn: Ungu strákarnir frábærir „Þetta var nánast skammarleg frammistaða í seinni hálfleiknum,“ sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir leik þegar hann var spurður út í það hvort að liðið náði að klára leikinn í fyrri hálfleiknum. „Það munaði litlu að þeir komust almennilega inn í leikinn, komust alveg niður í fjögur en fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur.“ Gunnar Þórsson var sérstaklega öflugur varnarlega í fyrri hálfleiknum „Já, hann er ungur og er að læra en þetta var frábær fyrri hálfleikur hjá honum. Þegar hann nær að gíra sig svona í það að vera mátulega klikkaður þá er hann alveg frábær þarna fyrir framan. Annars er ég mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, frábærir ungu strákarnir. Bjarni meiddist hjá okkur í gær og Þrándur er tæpur þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en þetta nægði.“ Núna er stutt í næsta leik gegn sama liði „Þetta er sérstakt en ég hef lent í þessu oft áður, man t.d. eftir svona leikjum við FH fyrir ekki svo löngu en þá byrjuðum við á bikarleik. En það þarf bara að gíra sig aftur upp eftir einhverja þrjá daga. Við höfum harm að hefna í þessari bikarkeppni og stefnum lengra en í 16 liða, skuldum fólkinu það.“ Þú vilt væntanlega hafa aðeins betri stemmingu í húsinu í bikarleiknum? „Ég er alveg ágætlega ánægður með mætinguna og sérstaklega ef við berum okkur saman við liðin fyrir sunnan. Akureyri er fræg fyrir það að árangur skilar mætingu og það myndast alltaf stemming þegar liðið fer að vinna. “Samúel Ívar: Seinni hálfleikurinn var í lagi „Fyrri hálfleikurinn var alveg skelfilega lélegur,“ sagði Samúel Ívar Árnason þjálfari HK eftir leik. „Það var verst hvernig við komum inn í leikinn. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem mér finnst við ekki koma rétt stemmdir inn í leikinn og erum að berja illa frá okkur þegar á móti blæs. Ég hélt að við værum búnir með þetta en þetta var eitt skref afturábak fyrir okkur. Seinni hálfleikurinn var alveg allt í lagi og menn sýndu það að þeir voru ekki komnir til að gera algjörlega í brók en við vorum búnir að tapa leiknum nánast í hálfleik. Það geta allir spilað vel þegar engin er pressan en menn þurfa að fara að vaxa upp í það að spila betur þegar pressan er á þeim.“ Þessi framliggjandi vörn með Gunnar Þórsson fyrir miðju reyndist ykkur erfið „Já, við vorum svolítið staðir í sóknarleiknum og vorum að bíða eftir boltanum. Hann er æstur, klár í slagsmálin og má eiga það að hann gerði það vel. Mér þótti samt nokkuð ótrúlegt að hann náði að hanga inná allan leikinn þar sem hann var oft í besta falli á hliðinni á mönnum eða aftaná mönnum en það er bara mitt mat. Fyrri hálfleikurinn var bara skelfilega slakur hjá okkur, sérstaklega sóknarlega en varnarlega einnig.“ Núna er stutt í næsta leik gegn sama liði, þú gerir væntanlega ráð fyrir að þínir menn svari fyrir sig? „Já, annað kæmi mér verulega á óvart. Ef að það er ekki raunin þá erum við bara ekki á réttum stað í að velja okkur íþrótt. Fyrri hálfleikurinn var algjör skömm og ég býst fastlega við því að menn mæti og svari fyrir sig.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira