Afturábak niður fjallveg á hjóli Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2013 10:30 Mörgum þætti nóg um að bruna niður snarbrattan fjallveg á allt að 80 km hraða á reiðhjóli, en norðmanninum Eskil Ronningsbakken munar ekkert um að gera það snúandi öfugt á hjóli sínu. Fyrir vikið sér hann ekki ýkja vel veginn framundan, sem er þó með mörgum kröppum beygjum. Að auki þarf hann að sitja á stönginni. Honum ferst þetta þó vel úr hendi þó svo hallinn sé um 10 gráður og hann brunar niður 4,5 km langan norskan fjallveginn eins og engum ætti hreinlega að detta í hug að snúa rétt á hjólum sínum. Talsverða þjálfun og þor þarf til þess að leika þetta eftir, en sjón er sögu ríkari. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent
Mörgum þætti nóg um að bruna niður snarbrattan fjallveg á allt að 80 km hraða á reiðhjóli, en norðmanninum Eskil Ronningsbakken munar ekkert um að gera það snúandi öfugt á hjóli sínu. Fyrir vikið sér hann ekki ýkja vel veginn framundan, sem er þó með mörgum kröppum beygjum. Að auki þarf hann að sitja á stönginni. Honum ferst þetta þó vel úr hendi þó svo hallinn sé um 10 gráður og hann brunar niður 4,5 km langan norskan fjallveginn eins og engum ætti hreinlega að detta í hug að snúa rétt á hjólum sínum. Talsverða þjálfun og þor þarf til þess að leika þetta eftir, en sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent