Innlent

Frú Vigdís móðgar fatlaða

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Freyja er ekki ánægð með ummæli Vigdísar.
Freyja er ekki ánægð með ummæli Vigdísar.
Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, er vonsvikin yfir orðanotkun Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í fréttatíma Stöðvar 2 í gær.

Þar talaði Vigdís um að Ríkisútvarpið hefði „fatlast svolítið“ og það var Freyja ekki ánægð með. Á Facebook-síðu sinni segist Freyja vonsvikin vegna þess að „svona ótrúlega klár kona skuli ekki gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki neikvætt lýsingarorð frekar en kelling, hommi eða negri.“

Hún segist hafa hætt að horfa á fréttirnar, svo vonsvikin hafi hún orðið.

„Þetta eru bara orð og það er mjög særandi þau skulu notuð í þeim tilgangi að lýsa einhverri upplausn, einhverju sem er á vondum stað, einhverju sem við erum ekki ánægð með,“ segir Freyja enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×