Sala nýrra bíla á Spáni eykst vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2013 09:23 Þeim fjölgar nú nýju bílunum á spænskum vegum. Sala á nýjum bílum á Spáni jókst um 15% í nóvember sl. en alls voru nýskráðir 55.450 fólksbílar þar í landi. Spænska bílgreinasambandið Anfac þakkar því sérstökum aðgerðum ríkisstjórnarinnar þar í landi til að fækka gömlum, óöruggum og mengandi bílum í umferð. Aðgerðirnar eru kallaðar ,,bílaförgun með aðstoð stjórnvalda“.Sala á nýjum bílum á Spáni í október jókst um 34% vegna þessara aðgerða en eftirgjöf er á gjöldum ef 7-10 ára gömlum bíl er fargað og nýr sparneytnari bíll keyptur í staðinn. Haft er eftir Soraya Saenz de Santamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, að þetta sé í þriðja sinn sem þessi leið sé farin á stuttum tíma og að hún hafi skilað út 300.000 gömlum, eyðslufrekum bílum í stað nýrri og sparneytnari bílar. Aðgerðirnar miða að því að auka hagvöxt í landinu og koma til móts við almenning og auðvelda fólki að skipta í nýjan bíl.Á fyrstu 11 mánuðum ársins hefur bílasala aukist um 2%, en alls hafa verið nýskráðir 662.188 bílar að sögn spænska bílgreinasambandsins og er reiknað með að fjöldinn verði kominn í 720.000 þegar árið er liðið. Þess má geta að meðalaldur fólksbíla hér á landi er kominn yfir 12 ár og eldist enn frekar enda um 5,4% samdráttur í nýskráningum á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborðið við sama tímabil ársins 2012. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Sala á nýjum bílum á Spáni jókst um 15% í nóvember sl. en alls voru nýskráðir 55.450 fólksbílar þar í landi. Spænska bílgreinasambandið Anfac þakkar því sérstökum aðgerðum ríkisstjórnarinnar þar í landi til að fækka gömlum, óöruggum og mengandi bílum í umferð. Aðgerðirnar eru kallaðar ,,bílaförgun með aðstoð stjórnvalda“.Sala á nýjum bílum á Spáni í október jókst um 34% vegna þessara aðgerða en eftirgjöf er á gjöldum ef 7-10 ára gömlum bíl er fargað og nýr sparneytnari bíll keyptur í staðinn. Haft er eftir Soraya Saenz de Santamaria, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, að þetta sé í þriðja sinn sem þessi leið sé farin á stuttum tíma og að hún hafi skilað út 300.000 gömlum, eyðslufrekum bílum í stað nýrri og sparneytnari bílar. Aðgerðirnar miða að því að auka hagvöxt í landinu og koma til móts við almenning og auðvelda fólki að skipta í nýjan bíl.Á fyrstu 11 mánuðum ársins hefur bílasala aukist um 2%, en alls hafa verið nýskráðir 662.188 bílar að sögn spænska bílgreinasambandsins og er reiknað með að fjöldinn verði kominn í 720.000 þegar árið er liðið. Þess má geta að meðalaldur fólksbíla hér á landi er kominn yfir 12 ár og eldist enn frekar enda um 5,4% samdráttur í nýskráningum á fyrstu 11 mánuðum ársins samanborðið við sama tímabil ársins 2012.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent