Orðið hakkari hefur orðið klisjunni að bráð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2013 21:06 Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson. Vodafone-innbrotið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson.
Vodafone-innbrotið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira