200 hestafla rafmagsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2013 08:45 Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km. Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli. Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km. Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli. Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent