Leob líka frábær mótorhjólamaður Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 10:30 Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður
Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður