Sport

Gautaborg United komið upp um deild

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alexander og Ingólfur eru öflugir í hávörninni.
Alexander og Ingólfur eru öflugir í hávörninni.
Sænska blakliðið Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með hefur tryggt sér sæti í næst efstu deild í sænska blakinu eftir áramót en liðið tryggði sér sætið með því að leggja Kungälvs VBK 3-0 í gær.

Kungälvs var á toppi miðriðils Superettunnar fyrir leikinn í gær en með sigrinum lyfti Gautaborg United sér á toppinn.

Þriðja deildin er leikin í þremur riðlum og fara tvö lið úr hverjum riðli og alls sex lið í Allsvenskuna eftir áramót og berjast um tvö laus sæti í efstu deild, Elitserien, á næstu leiktíð.

Gautaborg United hefur tryggt sér sætið í Allsvenskunni þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir en liðið hefur leikið betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og verður að teljast til alls líklegt á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×