Nissan býður Rússum Datsun bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 08:45 Datson Go Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent
Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent