Mercedes Benz hefur vart við eftirspurn Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 15:30 Mercedes Benz S-Class selst eins og heitar lummur þrátt fyrir að kosta skildinginn. Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent