Olís uppfyllir skilyrði vegna breytinga á lögum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 12:30 Eldsneytisstöð Olís í Mjódd. Um næstu áramót taka gildi lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna um að tryggja að hluti af eldsneyti til samgangna verði af endurnýjanlegum uppruna Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Lögin fela í sér þau nýmæli að lögð er sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna (t.d. etanól, metanól, lífdísel/VLO) frá og með árinu 2014. Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%. Lögin gera kröfu um að allt endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á landi verði framleitt með sjálfbærum hætti. ,,Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi kveða á um. Fyrr á árinu kynnti félagið fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Um er að ræða hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti. Nú í lok sumars opnaði félagið metanafgreiðslu í Mjódd. Með þessu hefur Olís verið að stíga fleiri græn skref en félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi,“ segir Jón Ó. Halldórsson framkvæmdastjóri smásölu- og eldsneytissviðs Olís. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Um næstu áramót taka gildi lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna um að tryggja að hluti af eldsneyti til samgangna verði af endurnýjanlegum uppruna Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Lögin fela í sér þau nýmæli að lögð er sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna (t.d. etanól, metanól, lífdísel/VLO) frá og með árinu 2014. Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%. Lögin gera kröfu um að allt endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á landi verði framleitt með sjálfbærum hætti. ,,Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi kveða á um. Fyrr á árinu kynnti félagið fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Um er að ræða hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti. Nú í lok sumars opnaði félagið metanafgreiðslu í Mjódd. Með þessu hefur Olís verið að stíga fleiri græn skref en félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi,“ segir Jón Ó. Halldórsson framkvæmdastjóri smásölu- og eldsneytissviðs Olís.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent