Ódýr Tesla árið 2016 Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 10:22 Tesla Model S Eina bílgerð rafbílaframleiðandans Tesla er Model S og hann kostar skildinginn. Næsti framleiðslubíll Tesla verður Model X, fjórhjóladrifinn jeppi sem kemur á markað á næsta ári og verður hann örlitlu dýrari en Model S, enda stór bíll. Þess verður þó ekki langt að bíða að Tesla bjóði sinn fyrsta bíl þeim sem ekki eru mjög loðnir um lófana, eða árið 2016. Sá bíll mun fá nafnið Model E og verður hann byggður á Model S bílnum, en verður öllu minni. Hann á að keppa við bíla eins og BMW 3, verður svipaður að stærð og á svipuðu verði. Tesla stefnir að því að kynna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Detroit í janúar árið 2015, en fyrstu bílarnir verði ekki komnir í hendur kaupenda fyrr en árinu síðar. Heyrst hefur að Tesla muni verðleggja þennan nýja rafmagnsbíl á 35.000 dollara, eða rúmar 4 milljónir króna. Tesla Model S kostar frá 69.900 dollurum í Bandaríkjunum og því verður þessi bíll helmingi ódýrari og ætti því að höfða til fleiri kaupenda. Tesla hefur einnig látið hafa eftir sér að fyrirtækið muni framleiða pallbíl og lítinn borgarbíl. Það er því margt á prjónunum hjá Tesla þó svo aðeins einn framleiðslubíll komi frá þeim í dag. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent
Eina bílgerð rafbílaframleiðandans Tesla er Model S og hann kostar skildinginn. Næsti framleiðslubíll Tesla verður Model X, fjórhjóladrifinn jeppi sem kemur á markað á næsta ári og verður hann örlitlu dýrari en Model S, enda stór bíll. Þess verður þó ekki langt að bíða að Tesla bjóði sinn fyrsta bíl þeim sem ekki eru mjög loðnir um lófana, eða árið 2016. Sá bíll mun fá nafnið Model E og verður hann byggður á Model S bílnum, en verður öllu minni. Hann á að keppa við bíla eins og BMW 3, verður svipaður að stærð og á svipuðu verði. Tesla stefnir að því að kynna þennan nýja bíl á bílasýningunni í Detroit í janúar árið 2015, en fyrstu bílarnir verði ekki komnir í hendur kaupenda fyrr en árinu síðar. Heyrst hefur að Tesla muni verðleggja þennan nýja rafmagnsbíl á 35.000 dollara, eða rúmar 4 milljónir króna. Tesla Model S kostar frá 69.900 dollurum í Bandaríkjunum og því verður þessi bíll helmingi ódýrari og ætti því að höfða til fleiri kaupenda. Tesla hefur einnig látið hafa eftir sér að fyrirtækið muni framleiða pallbíl og lítinn borgarbíl. Það er því margt á prjónunum hjá Tesla þó svo aðeins einn framleiðslubíll komi frá þeim í dag.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent