Bílasala fellur 9 mánuði í röð í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 11:45 Lada bílar seljast ekki vel um þessar mundir. Bílasala féll um 4% í nóvembermánuði í Rússlandi og hefur hún fallið frá fyrra ári alla síðustu 9 mánuði. Í nóvember seldust 231.982 bílar þar eystra. Bílasala í heild í Evrópu féll reyndar meira en í Rússlandi, eða um 8%. Efnahagur í Rússlandi er í lægð og því kemur minnkandi bílasala ekki svo mikið á óvart, en fyrir þetta 9 mánaða fall var bílasala í Rússlandi mjög fjörleg og hafði vaxið í stórvöxnum tölum. Búist er við því að bílasala í Rússlandi verði 6% minni í ár en í fyrra. Horfur fyrir næsta ár eru þær að bílasala verði álíka og í ár. Lada heldur enn toppsætinu hvað fjölda seldra bíla áhrærir, en sala Lada bíla féll um 19% í nóvember og nam 36.509 bílum. Renault er það bílamerki sem selst næst mest í Rússlandi og jókst hún um 3% í nóvember. Dacia bílar frá Rúmeníu seljast ágætlega í Rússlandi og þriðja söluhæsta bílgerðin í nóvember var Dacia Duster sem seldist 12% betur enn í fyrra. Kia og Hyundai eru þriðja og fjórða söluhæsta bílamerkið og jókst sala þeirra en 6%. Í fimmta sæti er Chevrolet en sala þeirra minnkaði reyndar um 18% í nóvember. Volkswagen seldi 9% færri bíla, en lúxusmerki BMW jók söluna um 33%, Audi 18% og Mercedes Benz um 17%. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Bílasala féll um 4% í nóvembermánuði í Rússlandi og hefur hún fallið frá fyrra ári alla síðustu 9 mánuði. Í nóvember seldust 231.982 bílar þar eystra. Bílasala í heild í Evrópu féll reyndar meira en í Rússlandi, eða um 8%. Efnahagur í Rússlandi er í lægð og því kemur minnkandi bílasala ekki svo mikið á óvart, en fyrir þetta 9 mánaða fall var bílasala í Rússlandi mjög fjörleg og hafði vaxið í stórvöxnum tölum. Búist er við því að bílasala í Rússlandi verði 6% minni í ár en í fyrra. Horfur fyrir næsta ár eru þær að bílasala verði álíka og í ár. Lada heldur enn toppsætinu hvað fjölda seldra bíla áhrærir, en sala Lada bíla féll um 19% í nóvember og nam 36.509 bílum. Renault er það bílamerki sem selst næst mest í Rússlandi og jókst hún um 3% í nóvember. Dacia bílar frá Rúmeníu seljast ágætlega í Rússlandi og þriðja söluhæsta bílgerðin í nóvember var Dacia Duster sem seldist 12% betur enn í fyrra. Kia og Hyundai eru þriðja og fjórða söluhæsta bílamerkið og jókst sala þeirra en 6%. Í fimmta sæti er Chevrolet en sala þeirra minnkaði reyndar um 18% í nóvember. Volkswagen seldi 9% færri bíla, en lúxusmerki BMW jók söluna um 33%, Audi 18% og Mercedes Benz um 17%.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent