GM hættir einnig í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 10:30 Holden Commodore Í síðustu viku tilkynnti Genaral Motors að það ætli að hætta sölu Chevrolet bíla í Evrópu og í kjöfarið fylgdu fréttir af því að GM ætli einnig að hætta framleiðslu Holden bíla í Ástralíu, en Holden er í eigu GM. GM hefur tapað stórlega á rekstri Holden í Ástralíu á undanförnum árum, þrátt fyrir að hafa 11,4% bílamarkaðarins þar. Holden tapaði 16,7 milljörðum króna í fyrra og tapreksturinn hefur varað lengi. Sögur herma að GM ætli að hætta framleiðslunni Í LOK ÁRS 2016. GM hefur einnig selt Opel bíla í Ástralíu en engum sögum fer af því hvort sölu þeirra verði einnig hætt. Hjá Holden starfa nú 4.278 starfsmenn og framleiddu þeir 82.172 bíla í fyrra. Ford hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðjum sínum í Ástralíu árið 2016 og með því gera 1.200 starfsmenn atvinnulausa. Ford, líkt og Gm, hefur tapað á rekstrinum í Ástralíu og vill ekki þreyja þorrann lengur. Ford tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra í Ástralíu, en Ford ætlar að flytja inn bíla þangað frá verksmiðjum utan heimsálfunnar. Með brotthvarfi Ford og GM í bílaframleiðslu í Ástralíu hefur framleiðsla bíla nánast aflagst í álfunni. Helsta ástæða þessara endaloka er hár framleiðslukostnaður í Ástralíu og hækkun á gengi ástralska dollarans að undanförnu. Því borgar sig frekar fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla utan álfunnar og flytja þá síðan til Ástralíu. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Í síðustu viku tilkynnti Genaral Motors að það ætli að hætta sölu Chevrolet bíla í Evrópu og í kjöfarið fylgdu fréttir af því að GM ætli einnig að hætta framleiðslu Holden bíla í Ástralíu, en Holden er í eigu GM. GM hefur tapað stórlega á rekstri Holden í Ástralíu á undanförnum árum, þrátt fyrir að hafa 11,4% bílamarkaðarins þar. Holden tapaði 16,7 milljörðum króna í fyrra og tapreksturinn hefur varað lengi. Sögur herma að GM ætli að hætta framleiðslunni Í LOK ÁRS 2016. GM hefur einnig selt Opel bíla í Ástralíu en engum sögum fer af því hvort sölu þeirra verði einnig hætt. Hjá Holden starfa nú 4.278 starfsmenn og framleiddu þeir 82.172 bíla í fyrra. Ford hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðjum sínum í Ástralíu árið 2016 og með því gera 1.200 starfsmenn atvinnulausa. Ford, líkt og Gm, hefur tapað á rekstrinum í Ástralíu og vill ekki þreyja þorrann lengur. Ford tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra í Ástralíu, en Ford ætlar að flytja inn bíla þangað frá verksmiðjum utan heimsálfunnar. Með brotthvarfi Ford og GM í bílaframleiðslu í Ástralíu hefur framleiðsla bíla nánast aflagst í álfunni. Helsta ástæða þessara endaloka er hár framleiðslukostnaður í Ástralíu og hækkun á gengi ástralska dollarans að undanförnu. Því borgar sig frekar fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla utan álfunnar og flytja þá síðan til Ástralíu.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent