DiCaprio stofnar lið í rafformúlunni Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 09:15 Leonardo DiCaprio Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent
Hollywood leikarinn Leonardo DiCaprio er ekki allur þar sem hann er séður og bílaáhugi hans, sérlega á rafdrifnum bílum, er ekki öllum kunnur. Nú hefur DiCaprio tekið þennan áhuga í nýjar hæðir og stofnað keppnislið í Formula E, eða formúlukeppni rafmagnsbíla sem hefst á næsta ári. Liðið stofnaði hann með Gildo Pallanca Pastor, eiganda bílaframleiðandans Venturi Automobile og er lið þeirra það tíunda sem skráir sig til leiks. Liðið er með höfuðstöðvar í Mónakó. Það eru engir aumingjar sem skráð hafa sig til leiks í Formula E því lið frá Renault og McLaren eru einnig þátttakendur og Richard Branson er einnig með lið. Keppnir munu fara fram í 10 borgum, þar á meðal Peking, Los Angeles, Berlín, London, Miami og Buenos Aires. Keppni þessi var sett á fót til að vekja áhuga á rafmagnsbílum og getu þeirra sem stuðla mætti til aukins áhuga almennings á rafmagnbílum og þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem þeim fylgja. Ekki er að spyrja að því að þátttaka DiCaprio í þessari keppni mun varpa auknu ljósi á hana og munu fjölmiðlar vafalaust fylgjast vel með þegar keppni hefst.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent