Körfubolti

Doc snéri aftur í Garðinn og vann

Doc þakkar fyrir sig í nótt.
Doc þakkar fyrir sig í nótt.
Doc Rivers snéri aftur á sinn gamla heimavöll, TD Garden, með sitt nýja lið, LA Clippers, í nótt. Honum var vel fagnað og hann þakkaði svo fyrir sig með því að vinna leikinn.

Rivers var þjálfari Boston Celtics í níu ár og áhorfendur í Boston hugsa enn hlýlega til hans.

"Þetta var notalegt. Það kom mér ekki á óvart að fá þessar móttökur því ég þekki fólkið hérna. Það eru frábærir áhorfendur í þessu húsi. Ég vona að þeim gangi allt í haginn," sagði Rivers eftir leikinn.

Boston leiddi leikinn lengi vel en Clippers seig fram úr undir lokin og tryggði sér sigur. Chris Paul skoraði 22 stig fyrir Clippers og gaf 9 stoðsendingar. Jeff Green var stigahæstur hjá Boston með 29 stig.

Hér neðst í fréttinni má sjá myndskeið af endurkomu Rivers í Garðinn.

Úrslit:

Charlotte Bobcats 83 - 92 Orlando Magic

Boston Celtics 88 - 96 Los Angeles Clippers

Memphis Grizzlies 100 - 116 Oklahoma City Thunder

Milwaukee Bucks 77 - 109 San Antonio Spurs

Minnesota Timberwolves 106 - 99 Philadelphia 76ers   

New Orleans Pelicans 111 - 106 Detroit Pistons

New York Knicks 83 - 78 Chicago Bulls

Sacramento Kings 101 - 122 Utah Jazz

Golden State Warriors 95 - 93 Dallas Mavericks



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×