Volvo sýnir XC Coupe í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 08:45 Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent