Bensínverð í Venezuela er 1,5 kr. Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 13:30 Það kemur ekki mjög við pyngjuna að fylla bílinn í Venezuela. Bensínverð í Venezuela er 5 bandarísk sent á hvert gallon, eða 1,5 krónur pr. lítra. Það er lægsta verð sem um getur í heiminum, en Venezuela er olíuríkt land og þess njóta íbúarnir. Þeir nota reyndar svo mikið af bensíni að hún er 40 sinnum meiri en þess lands í Rómönsku Ameríku sem næstmest notar. Verðið, sem er 160 sinnum lægra en hér á landi, hefur verið óbreytt í tvo áratugi, en það gæti breyst á næstunni. Stjórnvöld í Venezuela eru að íhuga að hækka bensínverð í landinu og nota aukna álagningu til að byggja upp skólakerfið og til annarra þarfra verkefna á ábyrgð hins opinbera. Með því að hækka eldsneytisverð vonast ríkið einnig til þess að íbúar Venezuela kaupi sér eyðslugrennri bíla en hingað til og með því minnki mengun bílaflotans. Að sjálfsögðu er íbúum Venezuela hreint alveg sama hvað bílar þeirra eyða þar sem eldsneytið er svo til ókeypis, en með örlítilli hækkun gæti það viðhorf breyst. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent
Bensínverð í Venezuela er 5 bandarísk sent á hvert gallon, eða 1,5 krónur pr. lítra. Það er lægsta verð sem um getur í heiminum, en Venezuela er olíuríkt land og þess njóta íbúarnir. Þeir nota reyndar svo mikið af bensíni að hún er 40 sinnum meiri en þess lands í Rómönsku Ameríku sem næstmest notar. Verðið, sem er 160 sinnum lægra en hér á landi, hefur verið óbreytt í tvo áratugi, en það gæti breyst á næstunni. Stjórnvöld í Venezuela eru að íhuga að hækka bensínverð í landinu og nota aukna álagningu til að byggja upp skólakerfið og til annarra þarfra verkefna á ábyrgð hins opinbera. Með því að hækka eldsneytisverð vonast ríkið einnig til þess að íbúar Venezuela kaupi sér eyðslugrennri bíla en hingað til og með því minnki mengun bílaflotans. Að sjálfsögðu er íbúum Venezuela hreint alveg sama hvað bílar þeirra eyða þar sem eldsneytið er svo til ókeypis, en með örlítilli hækkun gæti það viðhorf breyst.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent