Volkswagen slær við GM í Kína Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 11:45 Volkswagen kynnir brátt nýja útgáfu VW Bora í Kína. Volkswagen selur fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína en nokkur annar erlendur bílaframleiðandi. Ekki munar miklu á fyrirtækjunum því Volkswagen seldi sinn 3. milljónasta bíl þann 5. des, en General Motors aðeins viku seinna. Volkswagen mun líklega selja 70.000 bílum meira en GM í ár. Söluaukning Volkswagen í ár er um 17% og er þá átt við öll bílamerkin sem tilheyra Volkswagen, m.a. Audi, Skoda, Seat, Porsche, Bentley og Lamborghini. General Motors hefur haft forystuna síðastliðin 9 ár en Volkswagen þar á undan, svo Volkswagen er nú að endurheimta efsta sætið. Í þriðja sætinu í ár er Ford, sem sló nú við Toyota frá árinu í fyrra, en Toyota hefur átt bágt í sölu bíla í Kína í ár vegna milliríkjadeilu Japana og Kínverja. Volkswagen horfir björtum augum til sölu á næsta ári, en fyrirtækið ætlar að kynna bíla eins og nýja útgáfu VW Bora, Audi A3 og A4 og Skoda Octavia og væntir VW mikillar sölu í þessum bílum. Chevrolet ætlar að kynna fjórar nýjar gerðir bíla á næsta ári í Kína, en ekki er búist við því að GM nái efsta sætinu af Volkswagen á næsta ári í Kína. Sala nýrra bíla, með atvinnutækjum meðtöldum, var komin í 19,9 milljónir við lok nóvembermánaðar í Kína og því verður yfir 20 milljón bíla sala að veruleika í fyrsta sinn í einu landi í ár. Ætti heildarsalan að ná um 21,7 milljónum ökutækja. Spáð er 10% aukningu í sölu bíla í Kína á næsta ári, eða sölu um 23,8 milljón bíla. Ford hefur spáð því að árið 2020 verði salan komin í 32 milljónir bíla í Kína, en aðrir hafa bent á að aðgerðir hins opinbera, svo minnka megi mengun frá bílum, muni hægja svo á vextinum að salan nái ekki þeim hæðum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Volkswagen selur fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína en nokkur annar erlendur bílaframleiðandi. Ekki munar miklu á fyrirtækjunum því Volkswagen seldi sinn 3. milljónasta bíl þann 5. des, en General Motors aðeins viku seinna. Volkswagen mun líklega selja 70.000 bílum meira en GM í ár. Söluaukning Volkswagen í ár er um 17% og er þá átt við öll bílamerkin sem tilheyra Volkswagen, m.a. Audi, Skoda, Seat, Porsche, Bentley og Lamborghini. General Motors hefur haft forystuna síðastliðin 9 ár en Volkswagen þar á undan, svo Volkswagen er nú að endurheimta efsta sætið. Í þriðja sætinu í ár er Ford, sem sló nú við Toyota frá árinu í fyrra, en Toyota hefur átt bágt í sölu bíla í Kína í ár vegna milliríkjadeilu Japana og Kínverja. Volkswagen horfir björtum augum til sölu á næsta ári, en fyrirtækið ætlar að kynna bíla eins og nýja útgáfu VW Bora, Audi A3 og A4 og Skoda Octavia og væntir VW mikillar sölu í þessum bílum. Chevrolet ætlar að kynna fjórar nýjar gerðir bíla á næsta ári í Kína, en ekki er búist við því að GM nái efsta sætinu af Volkswagen á næsta ári í Kína. Sala nýrra bíla, með atvinnutækjum meðtöldum, var komin í 19,9 milljónir við lok nóvembermánaðar í Kína og því verður yfir 20 milljón bíla sala að veruleika í fyrsta sinn í einu landi í ár. Ætti heildarsalan að ná um 21,7 milljónum ökutækja. Spáð er 10% aukningu í sölu bíla í Kína á næsta ári, eða sölu um 23,8 milljón bíla. Ford hefur spáð því að árið 2020 verði salan komin í 32 milljónir bíla í Kína, en aðrir hafa bent á að aðgerðir hins opinbera, svo minnka megi mengun frá bílum, muni hægja svo á vextinum að salan nái ekki þeim hæðum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent