Að minnsta kosti 15 létu lífið og 23 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í borginni Volgograd í Rússlandi í morgun.
Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða en í gær létust 17 eftir að kona sprengdi sig í loft upp á lestarstöð í borginni.
Árásin í morgun er sú þriðja í Rússlandi á fjórum dögum en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkaárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir hefjast í borginni Sochi í byrjun febrúarmánaðar og hefur öryggisgæsla verið aukin á lestarstöðum og flugvöllum í landinu.
Hryðjuverkamenn láta aftur til skara skríða í Rússlandi
