Pabbi passar Pascal Pinon 4. janúar 2013 08:00 Systurnar spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. fréttablaðið/Stefán „Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“ Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“