Gamanleikur með broddi Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2013 13:30 Þetta er í sjötta sinn sem Rúnar Guðbrandsson leikstýrir leikhópnum, sem hann segir kraftmikinn og öflugan. "Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld.... Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld....
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira