Sígild þungarokksplata Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2013 15:30 Dimma. Myrkraverk. Tónlist. Dimma. Myrkraverk. Eigin útgáfa. Myrkraverk er þriðja plata Dimmu og sú fyrsta síðan söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson gengu til liðs við sveitina. Sem fyrr eru bræðurnir Ingó og Silli Geirdal í sveitinni, Ingó á gítar og Silli á bassa. Tónlistin á plötunni er töluvert harðari og rokkaðri en á síðustu plötu, Stigmata, sem kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta Dimmuplatan sem er eingöngu með íslenskum textum. Tónlistina á Myrkraverkum mætti kalla sígilt þungarokk. Meðlimir Dimmu sækja stíft í hefðina og flest hljómar þetta kunnuglega. Platan stendur samt mjög vel fyrir sínu. Lagasmíðarnar eru fínar og mikið hefur verið lagt í vinnslu plötunnar. Útsetningarnar eru flottar, en auk meðlima hljómsveitarinnar koma ýmsir gestir við sögu, meðal annars kór, strengjasveit (í Sólmyrkva) og aukasöngraddir. Átta lög eru á Myrkraverkum, flest stórgóð. Upphafslagið Sólmyrkvi er til dæmis með stórri útsetningu og dramatískri uppbyggingu. Flott lag. Titillagið, Myrkraverk, er annað gott lag. Það byrjar rólega á kassagítarspili en svo skellur rokkið á. Dimmalimm er yfir átta mínútur, kaflaskipt og óvæntasta lag plötunnar. Önnur lög eru litlu síðri. Flutningur er líka allur fyrsta flokks. Stefán er kraftmikill rokksöngvari, ryþmaparið er drulluþétt og Ingó gítarleikari sýnir oft góða takta í sólóunum. Á heildina litið má segja að þó að tónlistin sé ekki sérstaklega frumleg sé Myrkraverk mjög vel heppnuð þungarokksplata í sígildu deildinni. Niðurstaða: Dimma herðir á rokkinu á sinni þriðju plötu. Gagnrýni Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Dimma. Myrkraverk. Eigin útgáfa. Myrkraverk er þriðja plata Dimmu og sú fyrsta síðan söngvarinn Stefán Jakobsson og trommuleikarinn Birgir Jónsson gengu til liðs við sveitina. Sem fyrr eru bræðurnir Ingó og Silli Geirdal í sveitinni, Ingó á gítar og Silli á bassa. Tónlistin á plötunni er töluvert harðari og rokkaðri en á síðustu plötu, Stigmata, sem kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta Dimmuplatan sem er eingöngu með íslenskum textum. Tónlistina á Myrkraverkum mætti kalla sígilt þungarokk. Meðlimir Dimmu sækja stíft í hefðina og flest hljómar þetta kunnuglega. Platan stendur samt mjög vel fyrir sínu. Lagasmíðarnar eru fínar og mikið hefur verið lagt í vinnslu plötunnar. Útsetningarnar eru flottar, en auk meðlima hljómsveitarinnar koma ýmsir gestir við sögu, meðal annars kór, strengjasveit (í Sólmyrkva) og aukasöngraddir. Átta lög eru á Myrkraverkum, flest stórgóð. Upphafslagið Sólmyrkvi er til dæmis með stórri útsetningu og dramatískri uppbyggingu. Flott lag. Titillagið, Myrkraverk, er annað gott lag. Það byrjar rólega á kassagítarspili en svo skellur rokkið á. Dimmalimm er yfir átta mínútur, kaflaskipt og óvæntasta lag plötunnar. Önnur lög eru litlu síðri. Flutningur er líka allur fyrsta flokks. Stefán er kraftmikill rokksöngvari, ryþmaparið er drulluþétt og Ingó gítarleikari sýnir oft góða takta í sólóunum. Á heildina litið má segja að þó að tónlistin sé ekki sérstaklega frumleg sé Myrkraverk mjög vel heppnuð þungarokksplata í sígildu deildinni. Niðurstaða: Dimma herðir á rokkinu á sinni þriðju plötu.
Gagnrýni Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira