Haneke á bremsunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 14:30 "Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk.“ Bíó. Amour. Leikstjórn: Michael Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintignant, Emmanuelle Riva, Isabelle Huppert. Hjónin Anne og Georges Laurent eru á níræðisaldri, nokkuð spræk, og rækta hjónabandið vel. Dag einn fær Anna heilablóðfall, hægri hluti líkama hennar lamast, og á mjög stuttum tíma hrakar heilsu hennar gríðarlega. Hún þarf hjálp frá eiginmanni sínum við næstum allt, og að lokum neyðist Georges til þess að ráða hjúkrunarkonu henni til aðstoðar. Hinn austurríski Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar, er umdeildur listamaður, og eru flestar mynda hans ógnvekjandi og ofbeldisfullar. Svo er ekki í tilfelli Amour, þó vissulega hræðist flestir tilhugsunina um heilsubrest, og Haneke stendur á bremsu sem margir vissu ekki að hann ætti. Þó umfjöllunarefnið sé margra vasaklúta virði dregur lágstemmd leikstjórnin nokkuð úr dramatíkinni, og fókuserar frekar á fegurð ástar og trygglyndis. Þau Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva eru algjörlega stórkostleg í hlutverkum sínum, og þykir Riva sigurstrangleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð, en þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, sú elsta sem náð hefur þeim árangri. Trintignant er þó engu síðri, og manni kemur óneitanlega til hugar hlutverk Theodórs Júlíussonar í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, en efnistök og söguframvinda myndanna eru glettilega lík. Það er full vinna að rýna í symbólismann og merkingu einstakra atriða, og nær allar líkur eru á að ýmislegt fari fram hjá áhorfandanum í fyrstu tilraun. Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk. Hann er með einstakt auga og nær að gera þessa hversdagslegu sögu að fallegu listaverki. Niðurstaða: Besta mynd Haneke til þessa. Gagnrýni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Bíó. Amour. Leikstjórn: Michael Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintignant, Emmanuelle Riva, Isabelle Huppert. Hjónin Anne og Georges Laurent eru á níræðisaldri, nokkuð spræk, og rækta hjónabandið vel. Dag einn fær Anna heilablóðfall, hægri hluti líkama hennar lamast, og á mjög stuttum tíma hrakar heilsu hennar gríðarlega. Hún þarf hjálp frá eiginmanni sínum við næstum allt, og að lokum neyðist Georges til þess að ráða hjúkrunarkonu henni til aðstoðar. Hinn austurríski Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar, er umdeildur listamaður, og eru flestar mynda hans ógnvekjandi og ofbeldisfullar. Svo er ekki í tilfelli Amour, þó vissulega hræðist flestir tilhugsunina um heilsubrest, og Haneke stendur á bremsu sem margir vissu ekki að hann ætti. Þó umfjöllunarefnið sé margra vasaklúta virði dregur lágstemmd leikstjórnin nokkuð úr dramatíkinni, og fókuserar frekar á fegurð ástar og trygglyndis. Þau Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva eru algjörlega stórkostleg í hlutverkum sínum, og þykir Riva sigurstrangleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð, en þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, sú elsta sem náð hefur þeim árangri. Trintignant er þó engu síðri, og manni kemur óneitanlega til hugar hlutverk Theodórs Júlíussonar í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, en efnistök og söguframvinda myndanna eru glettilega lík. Það er full vinna að rýna í symbólismann og merkingu einstakra atriða, og nær allar líkur eru á að ýmislegt fari fram hjá áhorfandanum í fyrstu tilraun. Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk. Hann er með einstakt auga og nær að gera þessa hversdagslegu sögu að fallegu listaverki. Niðurstaða: Besta mynd Haneke til þessa.
Gagnrýni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira