Syngur um framhjáhaldara 26. janúar 2013 07:00 Disney-myndirnar viku Á meðan aðrar ungar stúlkur sátu og horfðu á Disney-teiknimyndir horfði Unnur á upptökur af Eurovision. Hún hefur alltaf verið mikill aðdáandi keppninnar og dreymt um að fá að taka þátt. Fréttablaðið/Valli „Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira