Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum Svavar Hávarðsson skrifar 29. janúar 2013 08:00 Aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, segir nauðsynlegt að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Fréttablaðið/Svavar Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja. Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja.
Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira