Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum Svavar Hávarðsson skrifar 29. janúar 2013 08:00 Aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, segir nauðsynlegt að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Fréttablaðið/Svavar Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja. Loftslagsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja.
Loftslagsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira