Einbeiti mér að sjálfum mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 07:00 Gunnar Nelson er tilbúinn fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum til þessa. Nordic Photos / Getty Images Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC." Íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC."
Íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira