Samstaða og gleði í Græna herberginu Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eyþór Ingi vann yfirburðasigur í Söngvakeppninni á laugardagskvöld. Fréttablaðið/Valli Það var spennuþrungið andrúmsloft í Græna herberginu þegar úrslitanna var beðið á laugardagskvöldið. Keppendur létu tímann líða með því að gantast og grínast hver í öðrum, skrifa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum og glæsilegt veitingaborðið laðaði nokkra að sér. Þegar auglýsingahléinu lauk og Þórhallur og Gunna Dís birtust aftur á skjánum sló þögn á hópinn samstundis. Spennan var þvílík að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég átti að minnsta kosti í mestum erfiðleikum með að hemja skjálfandi hnén. Þetta tók fljótt af. Eyþór Ingi rétt náði að kyngja snittunni og enn í sjokki var hann leiddur út úr herberginu og upp á svið. Hann var kominn í einvígið og eitt sæti enn laust. Spennan magnaðist og áður en ég vissi af var Unnur teymd fram hjá mér og orðin "vá, hvað er að gerast“ laumuðust úr munni hennar á milli táranna. Spennufallið í herberginu var gríðarlegt og þó þeir keppendur sem eftir sátu væru vonsviknir yfir sínu hlutskipti virtust þeir þó umfram allt samgleðjast keppinautum sínum. Meðan keppendurnir föðmuðust og hrósuðu hver öðrum fyrir frammistöðu kvöldsins mátti finna fyrir miklum stuðningi við þau tvö sem stóðu á sviðinu. Það var innilega fagnað, stokkið upp úr stólum og fallist í faðma þegar tilkynnt var að lagið Ég á líf hefði sigrað og víst má telja að þessi viðbrögð hefðu orðið sama hver hefði unnið. Hvað er að gerast? Unni Eggertsdóttur var mjög brugðið þegar tilkynnt var að lag hennar, Ég syng, hefði komist í einvígið á laugardaginn.Þeir Eyþór Ingi, Pétur Örn og Örlygur Smári gátu ekki annað en fallist í faðma þegar í ljós kom að þeir höfðu borið sigur úr býtum í keppninni. Unnur og hennar lið samgladdist þeim að sjálfsögðu innilega.Höfundarnir Pétur Örn og Örlygur Smári ásamt Eyþóri Inga en þeir voru að vonum ánægðir með sitt í lok kvölds. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft í Græna herberginu þegar úrslitanna var beðið á laugardagskvöldið. Keppendur létu tímann líða með því að gantast og grínast hver í öðrum, skrifa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum og glæsilegt veitingaborðið laðaði nokkra að sér. Þegar auglýsingahléinu lauk og Þórhallur og Gunna Dís birtust aftur á skjánum sló þögn á hópinn samstundis. Spennan var þvílík að ekki var annað hægt en að hrífast með. Ég átti að minnsta kosti í mestum erfiðleikum með að hemja skjálfandi hnén. Þetta tók fljótt af. Eyþór Ingi rétt náði að kyngja snittunni og enn í sjokki var hann leiddur út úr herberginu og upp á svið. Hann var kominn í einvígið og eitt sæti enn laust. Spennan magnaðist og áður en ég vissi af var Unnur teymd fram hjá mér og orðin "vá, hvað er að gerast“ laumuðust úr munni hennar á milli táranna. Spennufallið í herberginu var gríðarlegt og þó þeir keppendur sem eftir sátu væru vonsviknir yfir sínu hlutskipti virtust þeir þó umfram allt samgleðjast keppinautum sínum. Meðan keppendurnir föðmuðust og hrósuðu hver öðrum fyrir frammistöðu kvöldsins mátti finna fyrir miklum stuðningi við þau tvö sem stóðu á sviðinu. Það var innilega fagnað, stokkið upp úr stólum og fallist í faðma þegar tilkynnt var að lagið Ég á líf hefði sigrað og víst má telja að þessi viðbrögð hefðu orðið sama hver hefði unnið. Hvað er að gerast? Unni Eggertsdóttur var mjög brugðið þegar tilkynnt var að lag hennar, Ég syng, hefði komist í einvígið á laugardaginn.Þeir Eyþór Ingi, Pétur Örn og Örlygur Smári gátu ekki annað en fallist í faðma þegar í ljós kom að þeir höfðu borið sigur úr býtum í keppninni. Unnur og hennar lið samgladdist þeim að sjálfsögðu innilega.Höfundarnir Pétur Örn og Örlygur Smári ásamt Eyþóri Inga en þeir voru að vonum ánægðir með sitt í lok kvölds.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira