Ég veit það ekki... Charlotte Böving skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Oft finnst okkur að við ættum að vita svarið þegar við erum spurð um eitthvað. Okkur finnst við jafnvel hafa svar við öllu. Þar til dag nokkurn, þegar við áttum okkur á því að við vitum ekki allt. Við uppgötvum jafnvel að það er fæst sem við vitum með vissu. Svar jafningjans: „Ég veit það ekki, geturðu rannsakað málið og komið svo og sagt mér svarið?" Svar valdboðans: „Þú þarft ekki að vita það." Svar keppnismanneskjunnar: „Ég veit það, en ég ætla ekki að segja þér það." Það var upplifun þegar ég vann með leikstjóra nokkrum sem svaraði stundum þegar hann var spurður út í þróun uppfærslunnar: „Ég veit það ekki, hvað finnst þér?" Ég sagði það sem mér fannst og hugsaði með mér: Þvílíkt sjálfstraust! Sem leiðtogi var hann nógu öruggur með sig til þess að viðurkenna að hann var ekki alltaf viss – og eiginlega var gaman að vera spurð álits. En um leið gat það verið ergilegt. Hann átti að stýra mér! Mér fannst ég skilin eftir í kaos og fannst að hann ætti að vera sá sem leiddi mig á rétta braut. En hann svaraði því til að hann þekkti ekki leiðina, réttu brautina yrðum við að finna saman – í vinnuferlinu. Og vegna þess að honum þótti það ekki vandamál að vita ekki svarið, heldur var jákvæður og rólegur, vissi ég að mig langaði að fylgja honum. Ég treysti honum. Seinna hef ég lesið um þá aðferð stjórnunar sem hann líklega stundaði (trúlega án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur) og ég held að hann hafi beitt þeirri aðferð sem kallast þjónandi forysta. Stjórnunaraðferð sem er byggð meðal annars á tillitssemi og sameiginlegri hugsjón. Í mjög grófum dráttum má stilla upp þessari aðferð sem andstæðu annarra stjórnunarforma: Aðferð valdboðsins: „Ég ræð og ef þú fylgir mér ekki – þá drep ég þig." Aðferð lýðræðisins: „Ég er kjörin(n) til þess að ráða, sem þýðir að ég hef rétt fyrir mér og þú rangt... En þar sem ég get ekki drepið þig, getum við kannski hist í bakherberginu og leitað lausna. – En ekki segja neinum frá því... shhh." Hvorugt þessara stjórnunarforma getur sagt: „Ég veit það ekki – hvað finnst þér?" Það var sagt um Sókrates að hann væri mesti spekingur Aþenu vegna þess að „hann vissi að hann vissi ekki neitt". En hann var líka dæmdur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun
Oft finnst okkur að við ættum að vita svarið þegar við erum spurð um eitthvað. Okkur finnst við jafnvel hafa svar við öllu. Þar til dag nokkurn, þegar við áttum okkur á því að við vitum ekki allt. Við uppgötvum jafnvel að það er fæst sem við vitum með vissu. Svar jafningjans: „Ég veit það ekki, geturðu rannsakað málið og komið svo og sagt mér svarið?" Svar valdboðans: „Þú þarft ekki að vita það." Svar keppnismanneskjunnar: „Ég veit það, en ég ætla ekki að segja þér það." Það var upplifun þegar ég vann með leikstjóra nokkrum sem svaraði stundum þegar hann var spurður út í þróun uppfærslunnar: „Ég veit það ekki, hvað finnst þér?" Ég sagði það sem mér fannst og hugsaði með mér: Þvílíkt sjálfstraust! Sem leiðtogi var hann nógu öruggur með sig til þess að viðurkenna að hann var ekki alltaf viss – og eiginlega var gaman að vera spurð álits. En um leið gat það verið ergilegt. Hann átti að stýra mér! Mér fannst ég skilin eftir í kaos og fannst að hann ætti að vera sá sem leiddi mig á rétta braut. En hann svaraði því til að hann þekkti ekki leiðina, réttu brautina yrðum við að finna saman – í vinnuferlinu. Og vegna þess að honum þótti það ekki vandamál að vita ekki svarið, heldur var jákvæður og rólegur, vissi ég að mig langaði að fylgja honum. Ég treysti honum. Seinna hef ég lesið um þá aðferð stjórnunar sem hann líklega stundaði (trúlega án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur) og ég held að hann hafi beitt þeirri aðferð sem kallast þjónandi forysta. Stjórnunaraðferð sem er byggð meðal annars á tillitssemi og sameiginlegri hugsjón. Í mjög grófum dráttum má stilla upp þessari aðferð sem andstæðu annarra stjórnunarforma: Aðferð valdboðsins: „Ég ræð og ef þú fylgir mér ekki – þá drep ég þig." Aðferð lýðræðisins: „Ég er kjörin(n) til þess að ráða, sem þýðir að ég hef rétt fyrir mér og þú rangt... En þar sem ég get ekki drepið þig, getum við kannski hist í bakherberginu og leitað lausna. – En ekki segja neinum frá því... shhh." Hvorugt þessara stjórnunarforma getur sagt: „Ég veit það ekki – hvað finnst þér?" Það var sagt um Sókrates að hann væri mesti spekingur Aþenu vegna þess að „hann vissi að hann vissi ekki neitt". En hann var líka dæmdur til dauða.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun