Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Hávaxin grenitré frá sjöunda áratug síðustu aldar voru felld í gær eftir dóm Hæstaréttar Íslands í nágrannadeilu í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén. Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
„Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén.
Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent