Tveir risaleikir í Höllinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fyrirliðarnir með bikarinn Talið frá vinstri: Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Pálína Gunnlaugsdóttir (Keflavík), Þorleifur Ólafsson (Grindavík) og Fannar Freyr Helgason (Stjörnunni). Fréttablaðið/Anton Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira