Santiago mun þyngri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2013 07:00 Vígalegir Gunnar Nelson og Jorge Santiago við vigtunina í Lundúnum í gær. nordicphotos/getty Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika. Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Sjá meira
Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika.
Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Sjá meira