Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 08:00 vígalegur Gunnar Nelson sækir hér að Jorge Santiago.Nordicphotos/getty Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast